• Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Skógræktin

Eyjólfsstaðaskógur

Unnar við myndarlegt birkitré í gamla EyjólfsstaðaskógiEyjólfsstaðaskógur er sjálfvaxinn birkiskógur sem klæðir hlíðar fjallsins ofan við bæinn. Þegar jörðin var seld árið 1944 gekk sá hluti skógarins sem tilheyrði Eyjólfsstöðum til Skógræktarfélags Austurlands sem hefur gróðursett þar töluvert af greni. Skógræktarfélagið hefur lagt marga göngustíga um skóginn og er ánægjulegt að ganga þar um í góðu veðri. Eyjólfsstaðir eiga nú aðeins mjóa ræmu af skóginum, neðst í hlíðinni, en þar er að finna yndislega staði þar sem gott er að njóta næðis og útiveru. Vinsælt er að fara þangað í lautarferðir. Eyjólfsstaðir eiga upprekstararleið upp í gegnum skóginn sem tengir heimland jarðarinnar afréttinum á fjallinu.

Einarsstaðir, eru eins og fyrr sagði, gamalt eyðibýli neðst í Eyjólfsstaðaskógi. Þar var hjáleiga frá Eyjólfsstöðum fyrr á öldum. Sést vel móta fyrir tóttum og túngarði. Á Einarsstöðum eru nú orlofshúsahverfi.

Hinn nýji Eyjólfsstaðaskógur

Nú er Eyjólfsstaðaskógur hinn nýi að vaxa úr grasi, en þar er átt við þær þúsundir skógarplantna sem þegar hafa verið gróðursettar í heimalandi jarðarinnar allt frá árinu 1990. Það ár gerðust Eyjólfsstaðir þátttakendur í Héraðsskógaverkefninu svonefnda, en það er áætlun um stórfellda gróðursetningu nytjaskógarplantna á mörgum bújörðum á Mið- og Upphéraði. Áætlunin gerir ráð fyrir að nytjaskógur muni í framtíðinni vaxa á um 170 hekturum af heimalandi Eyjólfsstaða. Árangur af þessari skógrækt er þegar farinn að koma í ljós. Ungskógur er nú víða orðinn sýnilegur þar sem áður voru melar og móar. Ásýnd jarðarinnar er af þessum sökum þegar farin að breyst mikið. Nú þegar þetta er ritað (í febrúár 2009) eru hæstu trén þegar orðin rúmir 6-7 metrar, en voru um 10-15 sentímetrar þegar þau voru gróðursett árið 1990. Helstu tegundir eru rússalerki, stafafura, hvítgreni, sitkabastarður og birki.
 
Gríðarleg spretta er á Eyjólfsstöðum og skilyrði góð til trjáræktar. Lerkið vex vel. Það er ættað frá Norður Rússlandi, nánar tiltekið frá Arkangelsksvæðinu. Virðist rússalerkið aðlagast vel veðurfarinu hér á Fljótsdalshéraði. Áður en skógræktin hófst á Eyjólfsstöðum gerðu Héraðsskógar gróðurkort og skógræktaráætlun fyrir jörðina og er unnið eftir þeirri áætlun. Þegar hafa verið settar niður um þrjúhundurð og sextíu þúsund trjáplöntur. Fyrsta grisjun hfur átt sér stað eru Eyjólfsstaðir ein þeir fyrst skógræktarjarða þar sem þetta hefur verið gert síðan að Héraðsskógar voru stofnaðir. Stígagerð er fyrirhuguð vonandi á þessu ári. Von okkar er að skógræktin verði bæði til nytja og fegrunar, auk þess sem hún veitir skjól og geri staðinn yndislegri til dvalar fyrir þá sem hann búa og sækja heim.
 
 

Herbergi & verð

Room_Sgl
Eins mannsRoom_Twin
Tveggja mannaRoom_Trpl
Þriggja mannaRoom_Quad
Fjögurra mannaUppbúin rúm án baðherbergis.
Morgunverður innifalinn


Verð og laus herbergi er að finna á Booking.com

Book now
Powered by Booking.com

Hvar erum við

location-iconEyjólfsstaðir eru á Fljótsdalshéraði, aðeins 7 mínútna akstur frá Egilsstöðum.
• sjá kort

Friður í skóginum

skogur-iconÍ Eyjólfsstaða- skógi eru gönguleiðir til að njóta friðar og útiveru.
• skoða nánar

Gisting

rooms-iconÁ Eyjólfsstöðum er boðið upp á uppbúin rúm og svefnpokagistingu.
• skoða nánar

Kirkjustarf

church-iconÁ Eyjólfsstöðum er staðið fyrir fjölmörgum kristilegum viðburðum.
• skoða nánar

Kirkjan ÍKK

ikk-iconÍslenska Kristskirkjan er með aðsetur í Fossaleyni 14 í Reykjavík.
• Íslenska Kristskirkjan