• Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Kristileg fjölmiðlun

Um trúna og tilveruna - sjónvarpsþættir Íslensku KristskirkjunnarÍslenska Kristskirkjan hefur um langt árabil lagt mikla áherslu á fjölmiðlun til boðunar og útbreiðslu góðs kristilegs efnis. Þetta starf hefur fyrst og fremst verið sýnilegt með sjónvarpsþáttagerð, en í kirkjunni í Reykjavík er vel búið myndver til upptöku, og þar hafa meðal annars verið framleiddir vikulegir þættir Friðriks Schram, sem bera heitið Um trúna og tilveruna.

Á Eyjólfsstöðum hefur svo verið haldnar ráðstefnum um málefnið, auk þess sem ábúendur undanfarinna ára hafa verið dyggir stuðningsmenn Lindarinnar (kristileg útvarpstöð) og verið þar með regluleg erindi, auk þess sem að hvetja sérstaklega til útgáfu hverskonar efnis með góðan og heilbrigðan boðskap byggðan á kristilegu siðferði.


Tónlistarmyndband

Árið 2009 var Eiríkur Ingi Böðvarsson kvikmyndagerðamaður og pródúsant á Eyjólfsstöðum ásamt fjölskyldu sinni og lét gamlan draum rætast að gera tónlistarmyndband við þekkt lag eftir hljómsveitina Selah sem heitir Wonderful, Merciful Saviour. Afraksturinn er stórglæsilegur en eiginkona hans, Vildís Bjarnadóttir leikur aðalhlutverk í myndbandinu og aukaleikarar eru þátttakendur af unglingamóti sem fram fór á sama tíma og myndbandið var tekið upp.

Þess má geta að fyrrum prestur kirkjunnar, Friðrik Schram á frábæra þýðingu á texta lagsins, sem fylgir hér fyrir neðan:

Náðugi frelsari og Drottinn

Náðugi frelsari og Drottinn,
lausnari og vinur þú ert.
Gat nokkurn grunað að lambið
leyst gæti sálu manns, 
o-o-ó, leyst gæti sálu manns.

Þú ert sá ein'i er við lofum,
einan þig tilbiðjum við.
Hjá þér er von sú og lækning,
er líf okkar þarfnast mest, 
o-o-ó, er líf okkar þarfnast mest.

 

Andi Guðs leiðsögn þú veitir,
huggun í faðmi þér er.
ljós handa hjörtum þú hefur
er misst hafa alla von, 
o-o-ó, er misst hafa alla von.

Eilífi, máttugi Faðir,
þú elskar börnin þín öll.
Í veikleika finnur þú okkur
við hásæti krjúpa þitt, 
o-o-ó, við hásæti krjúpa þitt.


Á Eyjólfsstöðum er frábær aðstaða fyrir fólk til að koma og dvelja í friði og lofgjörð til að semja eða útbúa hverskyns efni, til útgáfu á hljóð- eða myndformi. Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með eitthvað á prjónunum!

 
 

Herbergi & verð

Room_Sgl
Eins mannsRoom_Twin
Tveggja mannaRoom_Trpl
Þriggja mannaRoom_Quad
Fjögurra mannaUppbúin rúm án baðherbergis.
Morgunverður innifalinn


Verð og laus herbergi er að finna á Booking.com

Book now
Powered by Booking.com

Hvar erum við

location-iconEyjólfsstaðir eru á Fljótsdalshéraði, aðeins 7 mínútna akstur frá Egilsstöðum.
• sjá kort

Friður í skóginum

skogur-iconÍ Eyjólfsstaða- skógi eru gönguleiðir til að njóta friðar og útiveru.
• skoða nánar

Gisting

rooms-iconÁ Eyjólfsstöðum er boðið upp á uppbúin rúm og svefnpokagistingu.
• skoða nánar

Kirkjustarf

church-iconÁ Eyjólfsstöðum er staðið fyrir fjölmörgum kristilegum viðburðum.
• skoða nánar

Kirkjan ÍKK

ikk-iconÍslenska Kristskirkjan er með aðsetur í Fossaleyni 14 í Reykjavík.
• Íslenska Kristskirkjan