• Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Afþreying

Sundlaug

Sundlaugin á Egilsstöðum er frábær staður til þess að slappa af og stunda líkamsrækt. Þetta er útisundlaug með heitum pottum og rennibraut. Sundlaugin er staðsett á Tjarnarbraut við íþróttamiðstöð bæjarins.


Gönguleiðir

Öllum okkar gestum er algjörlega frjálst að ganga um land Eyjólfsstaða en við mælum með því að talað sé við starfsfólk okkar til þess að fá nánari upplýsingar um hvar sé gott að fara um því sum staðar eru ekki hentugar gönguleiðir. Einnig þarf að gæta að börnum þar sem ár og skurðir eru í landi okkar.

Skógurinn er auðlind sem er okkur ómetanleg hér á staðnum og frábært að ganga um í hinum gamla Eyjólfsstaðaskógi, sem nú er "opinn skógur" á vegum skógræktar ríksins. Einnig er gaman er að ganga meðfram Sellæk og svo Kaldá og njóta útivistar í þessu fallega landi í jaðri hins nýja Eyjólfsstaðaskógar.

Þekktar gönguleiðir eru fjölmargar í nágrenninu, eins og Hjálpleysa og Hötturinn, hæsti tindur Fljótsdalshéraðs og nafn íþróttafélgs bæjarins. Annar hæsti foss landsins er svo í Fljótsdal, Hengifoss sem fellur um 120 metra.


Eyjólfsstaðaskógur

Eyjólfsstaðaskógur á Völlum er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar, rjóður með bekkjum og borðum og grill.

Eyjólfsstaðaskógur er 172 ha að flatarmáli og nær upp í um 250 m h.y.s. Skógurinn er að mestu vaxinn birki. Barrviðir voru fyrst gróðursettir 1949, en aðallega á árunum 1957-1974, mest grenitegundir, sem vaxa eins og best gerist á Íslandi.

Eyjólfsstaðaskógur varð Opinn skógur árið 2004.


Hestaleiga

Stutt er í hestaleigur sem bjóða upp á léttar og skemmtilega útreiðartúra. Bæði eru hestaleigur á Útnirðingsstöðum og í Atlavík í Hallormsstaðaskógi.

 
 
Book now
Powered by Booking.com

SENDA FYRIRSPURN
eða hringdu í síma:
471 2171

Gestir á síðunni

Það er/u 12 gestir inni

Herbergi & verð

Room_Sgl
Eins mannsRoom_Twin
Tveggja mannaRoom_Trpl
Þriggja mannaRoom_Quad
Fjögurra mannaUppbúin rúm án baðherbergis.
Morgunverður innifalinn


Verð og laus herbergi er að finna á Booking.com

Book now
Powered by Booking.com

Hvar erum við

location-iconEyjólfsstaðir eru á Fljótsdalshéraði, aðeins 7 mínútna akstur frá Egilsstöðum.
• sjá kort

Friður í skóginum

skogur-iconÍ Eyjólfsstaða- skógi eru gönguleiðir til að njóta friðar og útiveru.
• skoða nánar

Gisting

rooms-iconÁ Eyjólfsstöðum er boðið upp á uppbúin rúm og svefnpokagistingu.
• skoða nánar

Kirkjustarf

church-iconÁ Eyjólfsstöðum er staðið fyrir fjölmörgum kristilegum viðburðum.
• skoða nánar

Kirkjan ÍKK

ikk-iconÍslenska Kristskirkjan er með aðsetur í Fossaleyni 14 í Reykjavík.
• Íslenska Kristskirkjan